Það er erfitt að vera aðdáandi að hlutum…

Ég hef hugsað um að skrifa þetta blogg í nokkra tíma. Ég hafði hugmynd um það eftir að rekast á vlog á youtube, eins og svo oft áður. Ég rakst þar á smá drama varðandi Doctor Who og ég verð að segja að mér fannst það frekar leiðinlegt / dapurlegt. Það gerði mig frekar leiða ef ég á að segja eins og er.

Ég hata drama. Ég reyni að forðast það eins mikið og ég get og ég reyni að gera allt sem ég get til þess að byrja ekki á þannig löguðu eða neinu slíku. Ég veit að maður kemmst stundum ekki hjá því, þannig gerist þegar maður talar áður en maður hugsar, eða maður hefur skoðanir á hlutnum og annar hefur einhverjar aðrar skoðanir o.s.frv. Eins og ég sagði í öðru bloggi, þá finnst mér erfitt að hafa skoðanir á hlutunum (þótt að ég viti að það er nauðsynlegt og ég hef skoðanir á hlutum!) eða að tjá mig um það, því fólk getur orðið reitt og ég þoli það ekki.

Það er eitt af ástæðunum fyrir að ég var ekki viss um hvort að ég ætti að skrifa þetta blogg, eða ekki. Það er eitt af ástæðunum afhverju ég hætti að skrifa blogg eins og ég gerði einu sinni, afhverju ég datt niður í hálfgert blogg slump og var nánast hrædd við það að blogga. Því að segja hvað maður finnst, tala um tilfinningar sínar eða hafa skoðanir á hlutum og allt það er fucking scary og getur látið fólk verða reitt eða sárt, eða eitthvað þannig.

En ég hef að einhverju leiti rétt á því að tjá mig um þetta svo ég verð bara að bíta á jaxlinn og reyna að gera það… ef mér langar til þess, ef mér finnst ég þurfa þess og allt það fram eftir götunum. Stundum þarf ég bara að koma hlutunum frá mér og mér finnst það að blogga um það geri einmitt  það. það eða að gráta svolítið og stundum er erfitt að vita hvort maður eigi að gera.

Þetta er samt ekki eitthvað málefni sem fær mig, eða fékk mig til að gráta. Ég bara á það til að rambla um hluti til þess að reyna að kynna þá og útskýra þá, en það fer stundum útí eitthvað annað þegar ég fer að hugsa allt of mikið útí hlutina og þá staðreynd að ég gæti móðgað einhvern. Ég verð að útskýra þetta svo vel til þess að enginn verði reið/ur útí mig, því að sú tilhugsun hræðir mig, bara mjög mikið.

Stundum, þegar ég les hluti eins og þennan póst eftir Alex Day þá finnst mér ég vera heimsk eða eitthvað fyrir að líka við áhveðna hluti. Ég veit ekki afhverju, en þegar fólk talar um að eitthvað sé bara eitthvað fluff og sápa og allt það þá finnst mér, ég vera verulega heimsk af því að ég hef gaman af þessum þáttum eða eitthvað.

Það gerist ekki oft með þætti eins og Doctor Who, meira við Kdrömu eða Asísk drömu því að ég veit að margir halda að þetta séu ekkert nema sápur og eitthvað fluff og að fólkið gerir ekkert annað nema deyja úr krabbameinum og gráta o.s.frv. og það er bara ekki satt og stundum þegar ég les blogg eða heyri einhverja gagnrýni að þetta sé alveg hrikalega vitlaust allt saman þá líður mér eins og kjána, eins og hálfvita fyrir að þykja gaman að horfa á þá, því að þessir þættir eru víst ekki nógu gáfaðir.

Það gerist samt ekki ef að þú hefur ekki horft á neitt kdrama eða eitthvað. Þá tek ég ekki mark á þér, því að þú getur ekki vitað mikið um hvað þú ert að tala. Þú hefur kannski heyrt sögusagnir um kdrömu og tekið upp á því að tala þannig um þær líka. En þú veist ekki það mikið um þær.

Það er meira fólk sem hefur horft mikið á kdrömu og segjir eitthvað þannig sem lætur mér líða þannig, en auðvitað hefur það rétt á því að finnst þættirnir sem mér finnst góðir slæmir. Við erum öll ólík og smekkurinn okkar líka. Ég tek bara gagnrýni illa, eða á það til. Þetta er bara mitt ego og eitthvað sem ég þarf mögulega að bæta. Ég veit að það eru til mörg gáfuð drömu þarna úti og mörg af þessum rom-com fluffum sem ég hef horft á og haft gaman af eru frekar góðir þættir.

Þetta er eins og þegar það var sagt við mig að Merlin væri bara asnaleg eftirlíking af Harry Potter, eftir að hafa séð ein þátt. Líka það og að Harry Potter væri að einhverju leiti rip-off af Lord of the Rings og það væri listi um það á netinu með samlíkingum og allt það. Þetta er kannski ósköð harmlaust, en í smá stund er „þetta er ekki frumlegt og þú er fucking heimsk fyrir að vera svona hrifin af þessu!“ nánast það eina sem ég heyri.

Já, ég á það til að taka gagnrýni á hlutum sem ég er geðvikt hrifin af mjög illa, því ég á það til að taka það sem gagnrýni á mig, því að þessir hlutir hafa hjálpað eða eru ennþá, að einhverju leiti að móta mig, mitt líf og sýn mína á heiminum og allt það. Mín fondom er stór hluti af hver ég er, svo gagnrýni á það getur hljómað sem gagnrýni á mig.

Ég er ekki að segja að fólk eigi ekki að gagnrýna hluti sem ég elska. Auðvitað má það það. Ég gæti bara orðið frekar fúl eða ég var í vörn og reyni að verja áhugamálið mitt og þegar ég fer í þannig vörn þá er það egóið mitt í fyrsta sæti og síðan heimurinn (Fi btw, ef þið kunnið eitthvað í mbti) og ég vil lesa upp úr The Hero’s Journey eftir Joseph Campbel og quota Jim Jarmusch til að verja Harry Potter og allt það.

Nothing is original. Steal from anywhere that resonates with inspiration or fuels your imagination. Devour old films, new films, music, books, paintings, photographs, poems, dreams, random conversations, architecture, bridges, street signs, trees, clouds, bodies of water, light and shadows. Select only things to steal from that speak directly to your soul. If you do this, your work (and theft) will be authentic. Authenticity is invaluable; originality is non-existent. And don’t bother concealing your thievery – celebrate it if you feel like it. In any case, always remember what Jean-Luc Godard said: “It’s not where you take things from – it’s where you take them to.

Aftur, að upprunalega efninu. Ég á í mjög milkum vandræðum með það þegar fólk segjir „þetta var vont sjónvarpsefni og ef þér fannst það ekki, þá ertu vitlaus“ eða eitthvað. Það er bara ekki rétt fyrir mér að segja það. Ég veit að við höfum örugglega öll gert það, en samt. Ég átta mig á því að þetta gæti verið ég að fara í vörn og „verja“ Doctor Who. Mér finnst ég ekki vera að gera það núna, kannski átta ég mig á því seinna.

Það er samt nánst það eina sem ég átti í vandræðum með það sem Alex sagði. Ef hann vill hætta að horfa á DW útaf hinu og þessu má hann það. Mér fannst Asylum of the Dalex frábær þáttur og hann náði mér akkurat in-the-feels ef smá smá að orði komst. Hann gerði það ekki fyrir alla, ok flott. Það gerist. Ég vil ekki að fólk geri svona mikið drama úr þessu. Það er ekki hægt að gera öllum til geðs.

Ég er hrifin af fluffi og in-the-feels dóti. Það er nánast það sem ég sækist eftir í flest öllu sem ég horfi á. Ég tala svo oft um að í drama umsögnunum mínum að þetta dót verður að ná mér í hjartastað og allt það. Ég lifi fyrir þannig hluti, ég vil fá omg-the-feels atriði og eitthvað krúttlegt og skemmtilegt og svo fara á tumblr og reblogga gifs af því. Ég held að það geri mig ekkert heimskari en annað fólk.

Það hefur verið smá mál með Doctor Who núna, sumir eru ekki ánægðir með hvernig þetta er skrifað og allt það. Ég er sammála sumu en ekki öllu. Mér líkar við margt sem Moffat gerir og mér líkaði við margt sem Russel gerði og þeir hafa báðir sína kosti og sína galla. Moffat getur ennþá bætt sig, ég skemmti mér ennþá hrikalega yfir DW og mun halda áfram að horfa á þáttinn. Ég þoli ekki þetta drama.

Þetta lét mig eiginlega bara hugsa um grein sem ég las fyrir nokkru og mér fannst hrikalega góð og mér langar að allir lesi. Greinin heitir How to be a fan of problematic things. Hún talar um Game of Thrones og annað lagað og mér finnst hún bara dásmaleg og hún lætur mig eiginlega líða mun betur. Mér langar eiginlega bara að quota hana aðeins. (Mér finnst gaman að quota).

As fans, sometimes we need to remember that the things we like don’t define our worth as people. So there’s no need to defend them from every single criticism or pretend they are perfect. Really loving something means seeing it as it really is, not as you wish it were. You can still be a good fan while acknowledging the problematic elements of the things you love. In fact, that’s the only way to be a good fan of problematic things.

Einginn af hlutunum sem ég elska eða hef gaman af er fullkomnir (ekki einu sinni Harry Potter) og það er svosem í lagi. Það gerir mig heldur ekki að verri manneskju að vera hrifin af þessum hlutum. Svo lengi sem ég horfi ekki algerlega framhjá þeim eða eitthvað. Ég reyni það ekki, reyndi það ekki og mun reyna að gera það ekki. Það gerir mig ekki að vondri manneskju endilega. Ég er að reyna að vera góður aðdánandi af erfiðum hlutum.

Sum atriði í Game of Thrones fara í mig, sérstaklega þegar það kemur að nekt. Því miður hafði ég ekki tekið nógu vel eftir hvernig fólk með lit var farið með í þessum þáttum fyrr en ég las þessa grein, en ég hef lesið mig til og mun fylgjast betur með því næst, en ég má samt finnast þessir skemmtilegir. Ég á það samt til að afskrifa suma hluti af, því að það gerist á miðöldum eða er sett á þannig tíma og þannig voru hlutirnir þá, en það er ekki alltaf rétti hugsanaháturinn…

Ég veit ekki alveg hvert ég er að fara með þetta…

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s